TDC er örugglega versta símafyrirtæki sem ég hef nokkurntímann haft samskipti við. Í fyrsta lagi þá týndu þeir pöntuninni okkar, sem við biðum eftir í viku. Þegar við hringjum í þau, þá segjast þau ekki vera með okkur á listanum sínum. Við sýnum þeim kvittunina okkar, og þá þurfum við annaðhvort að borga 100 kr. (danskar) til þess að fá netið strax eða bíða í aðra viku. Svo við borgum þessar 100 kr. og fáum netið beint heim. En nei, nei. Þá þarf að bíða í einn dag til að aðgangurinn okkar verði virkur í kerfinu þeirra. Og þegar sá dagur rennur upp, kemur í ljós að það er ekki nægilegur styrkur í tenglinum heima hjá okkur, og við þurfum að bíða í tvo daga eftir tæknimanni frá þeim. Sumsé, tveggja vikna bið og við erum loksins komin með net hingað. Fífl.
En undanfarnir dagar hafa farið í margskonar hluti. Hlusta á götulistamenn, kíkja á Trabant, jazz-tónleikar í Rundetårn, ljónagarðinn í Givskud, gíbraltarapar og keyra yfir Stórabelti þar sem við sáum heimkynni Múmínálfanna á lítilli eyju við brúnna.
Trabant tónleikarnir voru mjög merkilegir. Viðbjóðslega gaman að dansa hressilega við þeirra tónlist. Meirihluti gesta voru Íslendingar, og þegar maður tróð sér fremst heyrði maður ekkert nema vort fallega tungumál. Rassiprump ákvað samt að spreyta sig á dönskunni, sem vakti mikla kátínu. Tónleikarnir voru svo heldur styttri en ég hafði vonast eftir, og tókst einhverjum fávita að eyðileggja stemninguna í Nasty Boy með því að fara að slást við einhvern annan gaur. Fór mest í pirrurnar á mér þegar hann sveiflaði sér allsvakalega og lenti alltaf í einhverjum saklausum stelpum rétt hjá honum. Honum var sem betur fer kastað út af dyravörðunum áður en lagið var hálfnað, en stemningin hefði verið talsvert betri hefði þessi maður aldrei fæðst. Svo sá ég Pétur Eggerts, og Danmerkurgengið hans, en þau voru horfin út af staðnum strax um leið og tónleikarnir voru búnir.
Í bloggfréttum er svo einna helst að Diljá er orðin of merkileg með sig til að blogga að hún hefur verið flutt niður í Kaósið þar sem hún má dúsa lengi vel.
Annars er líðan mín í fínasta lagi. Orðinn pínulítið þunglyndur á að hanga endalaust með foreldrum mínum. Þyrfti helst að eiga hund til að koma mér í gegnum þessar skólalausu vikur. En ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því lengur, þar sem að skólinn byrjar næsta Sunnudag. Húrra!
Helstu draumar akkúrat þessa stundina:
- Leika á móti Benedikt Gröndal
- Sjá Willem Dafoe leika, með eigin augum
- Juggla fjórum boltum
- Læra dönsku
- Sjá næsta þátt í Lost áður en einhver Íslendingur skemmir hann fyrir mér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli