Systir mín er komin frá Íslandi. Hún segist ætla að taka mig með að hitta vini hennar um næstu helgi. Bless einmanaleiki.

Ég hef farið í mikið af göngutúrum undanfarna daga, enda margt fallegt í kringum húsið okkar. Eitt af þessu yndislegu stöðum er tjörnin sem er aðeins nokkur skref frá húsinu, og er sjáanleg á myndinni hér til hliðar ásamt gamalli konu og manni að veiða.
Þessi gamla kona var mjög ánægð að heyra ungan mann sem mig segja
"God dag" þegar hún labbaði framhjá, en talaði svo óskiljanlega dönsku þannig að ég sagði bara
"ja, det er godt.." og hélt áfram að taka myndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli