fimmtudagur, 5. maí 2005

Magnað

Alveg hreint ótrúlegt hvað yngri kynslóðir eru strax farnar að sýna fram á getu sína til að stjórna heiminum í framtíðinni. Mikið hefur verið talað um fágað og vel skrifað bloggið hennar Írisar Bjargar, og í tilefni þess er komið eitt stykki tilvitnun af því kæra riti. Ég hlakka til þegar þessi kæra kynslóð kemur í menntaskóla.

Á morgun verða þrjú próf afstaðin, og aðeins tvö eftir. Á morgun get ég með lögum keypt áfengi í ÁTVR. Á morgun, verður hrópað húrra.

Engin ummæli: