sunnudagur, 8. maí 2005

El Ræktos

Ég er núna byrjaður að stunda ræktina í Kópavogslauginni og má til að minnast á hversu góð sú rækt er. Alltaf mjög lítið að gera þarna þannig að maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að tækin verði full þegar maður kemur. Ótrúlega kósí stemning. Þar að auki fær maður líka frítt í laugina og er því afar slakandi að kíkja út í heita potta.

Strax eftir eina viku af því að stunda þessa rækt hef ég fundið hvað mér líður alveg óendanlega vel, og hyggst ég fara þangað eins oft og ég get á næstu mánuðum þangað til að ég fer til Danmerkur.

Ég held mér eigi eftir að líka mjög vel við þessa kæru vatnsliti.

Engin ummæli: