
Skissurnar mínar hafa tekið eina stóra vinstri beygju yfir í eitthvað sem er alltof artí fyrir mig, og því ætla ég ekki að endurtaka neitt slíkt flipp aftur. Að minnsta kosti ekki í bráð. Þakka Morgunblaðinu fyrir ágætan pappír.
Hundurinn sem ég hef haft augastað á í tæpt ár núna, var tjóðraður fyrir utan hurðina hjá Sif þegar ég kom í heimsókn til hennar. Ég dró upp myndavélina og smellti einni mynd af tveim mestu krúttum heimsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli