föstudagur, 29. apríl 2005

Dimmissio

Hið margvíslega dimmissio heppnaðist rosalega vel í ár. Nánast öll atriðin voru einstaklega skemmtileg og vel heppnuð. Mér fannst upphafsatriði og lokaatriði skara fram úr, en leikinn hófu skæruliðar, með magnað myndbrot og Jón Ragnar í forystu auk Helga Rafns sem túlks. Sýningunni var svo lokið með geðveiku rokkatriði, í boði Péturs, Sigga Odds, Skúla Agnars og Högna, skartandi KISS-búninga.

Skissurnar mínar hafa tekið eina stóra vinstri beygju yfir í eitthvað sem er alltof artí fyrir mig, og því ætla ég ekki að endurtaka neitt slíkt flipp aftur. Að minnsta kosti ekki í bráð. Þakka Morgunblaðinu fyrir ágætan pappír.

Hundurinn sem ég hef haft augastað á í tæpt ár núna, var tjóðraður fyrir utan hurðina hjá Sif þegar ég kom í heimsókn til hennar. Ég dró upp myndavélina og smellti einni mynd af tveim mestu krúttum heimsins.

Engin ummæli: