Stuð hér á bæ. Ég og Ari frændi minn, sem féllst á að passa með mér, sitjum og horfum á einhverja súra mynd, sem inniheldur paint-ball í miðaldaheimi, eða svo virðist vera. Nema að alltíeinu byrjaði einn gaurinn að hósta upp málningu eftir eitt skotanna. Afar undarleg mynd.
Pössunin hefur gengið ágætlega hingað til. Eftir að mér tókst loksins að koma þeim yngri, Heiðmari Mána, í rúmið. Fyrst hélt ég að það væri eitthvað að, því hann hætti ekki að gráta, en ég sat með honum og huggaði hann þangað til hann róaðist loksins og sofnaði. Síðan stend ég upp og heyri að sjónvarpið inni hjá þeim eldri, Hafsteini, er alltof hátt stillt og er hætt við að það vekji litla pollann.
'Hafsteinn, þú verður að lækk-' byrja ég, en sé að hann er hvergi að sjá í herberginu. Ég kalla til Ara og spyr hvort Hafsteinn sé hjá honum. Hann svara neitandi og við tekur viðamikil húsleit. Við leituðum í hverju einasta horni, undir hverju rúmi og fundum ekkert. Kvíði greip um hjartað mitt. Djöfull var ég búinn að klúðra þessu, hugsaði ég.
Svo var kjáninn bara uppi hjá vini sínum á næstu hæð fyrir ofan. Sá hét einmitt Jón, eins og ég. Þvílík tilviljun.
Svefgalsa kenni ég um þessa færslu.
sunnudagur, 6. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli