Eins gaman og mér þykir akstur (kaldhæðni? Já, ég held það) þá fer það svo óendanlega í taugarnar á mér hvað fólk er andskoti tregt á að gefa stefnuljós. Það er margt sem fer í mínar fínustu þegar ég keyri, eins og það að fólk sé virkilega að flýta sér það mikið að það verður að keyra 20km/klst hraðar en hámarkshraði leyfir. Vá, þú komst fimm mínutum fyrr í vinnuna, til hamingju. Eða fólk sem tekur bara ekkert tillit til annarra, hugsar bara um sig sjálfan.
En, tvímælalaust, það allraversta við umferð á Íslandi, og öðrum löndum geri ég ráð fyrir, er þegar fólk getur ekki komið sér upp örlitlum forða af orku til þess að hreyfa höndina síðan aðeins í grennd við stefnuljósastöngina, til þess að gefa stefnuljós. Sérstaklega á hringtorgum. Óþolandi fólk, sem annaðhvort kann ekki reglurnar eða er of latt til að gefa þessi blessuðu stefnuljós.
Peningaplan mitt er komið á hreint, næstkomandi mánuð. Þegar foreldrar mínir koma heim frá útlöndum ætla ég að spara vasapeninginn minn þangað til að ég hef efni á leik í þessa blessuðu Nintendo DS tölvu - sem ég get greinilega ekki hætt að tala um - eftir að hafa kíkt upp í Bræðurna Ormsson og spilað nokkra leiki við aðra félaga mína sem keyptu sér dýrgripinn. Þvílíkir snilldarleikir til á þessa tölvu.
Þetta verður lokafærslan mín sem inniheldur eitthvað tal um þessa litlu tölvu, svo njótið þess meðan tækifærið gefst. Eða ekki.
sunnudagur, 13. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli