Nýársheitin mín voru þrjú. Fara í göngutúr tvisvar í viku, mæta 100% á þessari skólaönn og gagnrýna kvikmyndir með einungis þrem lýsingarorðum.
Ég er búinn með fyrsta göngutúrinn minn á nýja árinu (hann var ískaldur) og skólinn er ekki byrjaður enn, svo ég get bara gagnrýnt kvikmynd akkúrat núna. Eins og máltækið segir örugglega: Fá orð segja margt.
Ocean's Twelve - Ruglingsleg, ágæt og langdregin.
Bride & Prejudice - Hressandi, lífleg og flippuð.
Babe - Einföld, skemmtileg og falleg.
Og þá er það komið!
sunnudagur, 2. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli