Ég man hvað allir voru að missa sig yfir þessari mynd á sínum tíma. Mér fannst þetta alltílagi mynd þegar hún kom út, en þá var ég nú auðvitað lítið barn og hafði ósköp lítið vit í kollinum á mér.
Þegar ég horfi á hana aftur núna er þetta örugglega einn mesti sori sem ég hef horft á. Michael Bay, maðurinn bakvið hinar viðbjóðslegu Bad Boys myndir, leikstýrir Sean Connery, sem hefur aldrei verið spes leikari, Nicolas Cage, sem er að sjálfsögðu einn alversti leikari kvikmyndasögunnar, og Ed Harris, eini góði leikarinn í þessari mynd, þar sem þeir berjast um ógurlegt eiturefni sem Ed Harris hótar að skjóta í San Francisco. Connery, sem hefur verið í fangelsi í einhver 30-40 ár og er víst gamall njósnari, er fenginn til liðs við Cage til að brjótast inn í Alcatraz (Vá, inn? Haha, flipp. Enginn hefur getað gert það! Ætli þeim takist það?! Ha?!) en ekki nóg með það, þá er Connery ekki mjög sáttur við það að vera í liði með Cage og fer því að cruisa um San Francisco með hálfa borgarlögguna á eftir sér. Að sjálfsögðu spinnst úr þessu mjög tilgangslaus og ótrúleg framvinda bílaárekstra, þar á meðal lest sem keyrir á trukk og springur í loft upp. Beint upp í loft. Þetta gerir Connery svo hann geti hitt dóttur sína, á meðan allar löggur bæjarins fylgjast með. Connery fer svo með þeim til Alcatraz, sem er svo snilldarlega byggt sem völundarhús, með ónýtum námuvögnum og lestarteinum og öllum skemmtilegheitunum. Og til að verja einu bakdyrnar inn í Alcatraz, er eldspúandi veggur.
Þegar þeir komast svo inn eru allir meðlimir sérsveitarinnar, sem fór með þeim, drepnir. En svo skemmtilega vill til að Connery og Cage, sem leikur efnafræðing, fara létt með að drepa her Ed Harris, sami her og stútaði heilli sérsveit. Þegar Cage loks smitast óvart af hinum hræðilega vírus, og flugáras stefnir beint á Alcatraz til að eyða ógninni, sitja væntanlega allir á brúninni á sófanum? Nei, því það vita allir nákvæmlega hvað gerist. Því eins og í byrjun myndarinnar var minnst á, þarf maður að sprauta sig beint í hjartað til að losa sig við einkenni vírusins, og Cage segist alls ekki geta það. Hvað ætli hann geri svo þegar vírusinn kemst í líkama hans? Hann sprautar, og stöðvar flugárasina á seinustu sekúndu.
Ég held einnig að myndin, og þá Cage sérstaklega, smelli sér í slow-motion oftar en The Matrix myndirnar þrjár til samans, sem kemur einfaldlega fáranlega út.
Með eindæmum leiðinleg, léleg og fyrirsjáanleg mynd.
Fær hálfan skít af fimm, fyrir Ed Harris.
föstudagur, 10. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli