Ég er búinn að vera alveg óvenju kærulaus varðandi þessi próf undanfarna daga. Hef ekkert verið að stressa mig neitt. Ég veit að hið óbrigðula ský skynseminnar er venjulega til staðar hérna einhversstaðar, en það er hvergi að sjá núna. Hef aldrei verið svona rólegur áður á prófdögum.
Annars gekk mér alveg feikivel í spænskuprófinu núna á miðvikudaginn. Vil ekkert fara að gera mér neinar vonir, en ef ég fell þá mun það koma mér mjög á óvart. Prófið var líka mjög skondið, enda kom ég sjálfur fram í einu verkefninu. Þar stóð á spænsku að Jón á spænska kærustu í MH. Ída er nú soddan prakkari.
Að öðru leiti hef ég tekið eftir því hversu latur ég er að skella mér í sturtu. Ætli fólk taki eftir því? Eftir svona þriggja daga sturtu-leysi þá finn ég að hárið mitt lyktar allverst af öllu. Ógeðslegt, en satt. Eftir þessar vangaveltur, íhuga ég stranglega að skella mér í sturtu akkúrat núna. Sú lífsreynsla verður mjög líklega svipuð þessu.
föstudagur, 3. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli