Æfingar hafa tekið mestallan tímann minn, og kem ég oft mjög þreyttur heim.
Mig langar á þetta helvítis ball.
Fuglinn minn er dáinn. Ekki þessi sem er í toppinum á síðunni, heldur hinn.
Pabbi fékk sér iMac, sem er falleg tölva. Ég þori ekki að kveikja á henni fyrr en ég hef næði, þar sem við erum ein, ég og tölvan.
Mig langar á þetta fjandans ball núna. Fór í eilítið partý, fékk mér nokkra bjóra, varð hress. Og svo þurfti ég að fara heim.
Frábært.
Fjandans peningaleysi.
Ég fékk strax fráhvarfseinkenni á því að vera fjarverandi frá leikfélagsæfingum, um leið og ég steig út. Þegar ég var kominn inn í strætóinn leið mér mjög illa. Fattaði síðan seinna að mér fannst bara strætóinn vera svona subbulegur og druslulegur af því að það var svo dimmt inn í honum. En svo tók ég eftir fyrsta stigs fráhvarfseinkennum. Einhver stelpa kom inn í strætóinn, og ég sá andlitið á Margréti á stelpunni. Hristi svo hausinn og sá þá að þetta var ekki Margrét. Því næst fannst mér alltíeinu Tumi vera hinum meginn í strætóinum. En svo var þetta bara einhver dökkhærð stelpa.
Þarf að fara að passa mig að vera ekki of lengi á æfingum. Þetta er bara svo skemmtilegt stundum, að ég gleymi mér algjörlega. Fyrir þá sem hyggjast skella sér á þessa sýningu, þá smíðaði ég stigann svo að leikararnir geti labbað upp spíralhólinn margslungna og fræga.
Djöfull er ég að missa mig, ég verð að komast á þetta ball.
Ástæðan fyrir þessari skyndilegu löngun minni er sú að ég var að muna eftir fyrsta ballinu okkar Sifjar, sem var einmitt jólaballið í fyrra. Mig langaði til að upplifa álíka stund með henni, daginn áður en við fögnum eins árs afmælinu okkar.
Mér miðar vel áfram með jólakortið, sem ég ætla að vera búinn með um helgina. Þetta veltur allt á hversu snemma ég er búinn á æfingu, og hversu snemma ég ætla út að borða með Sif, hvort ég hef tíma til að teikna meira í kortinu á morgun. Gúdd shit.
Fróðleiksmoli #11: Mario, úr hinum vinsælu Mario Bros. leikjum, heitir fullu nafni Mario Mario, og heitir Luigi þá Luigi Mario.
föstudagur, 17. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli