mánudagur, 29. nóvember 2004

Nýtt heimsmet

Þetta verður sá fimmti, og vonandi síðasti, í dag. Fimm bloggfærslur á einum degi hlýtur að vera einhverskonar met. Ætli þetta sé einhverskonar eftirbátar þess að ég nenni ekki að byrja að læra undir próf sem ég á að taka á miðvikudaginn næstkomandi? Ekki það að ég sé ekki búinn að læra eitthvað, ég bara hefði getað verið búinn að læra miklu meira á þessum tíma sem ég hafði í dag.

Talandi um heimsmet, eru allir búnir að sjá þessa risavöxnu pylsu sem SS gerðu? Ef það var ekki nóg að pylsa er í raun ógeðslegasti matur sem til er, fyrir utan McDonald's, að þá þurftu þeir að búa til eitt stykki sem nægði í mat handa heilu landi. Annars er það fyndnast í heimi að heyra Landbúnaðarráðherra mæla með pylsum á hverjum einasta degi fyrir börnin í opinberri ræðu sinni, rétt áður en hann fékk sér fyrsta bitann af pylsunni risavöxnu.

En svo ég snúi mér að öðrum málum, þá ætla ég að rita niður eitt stykki lista yfir hluti sem ég hata í strætó. Mér finnst strætóferðir að öðru leiti mjög fínar.
  1. Fólk sem setur töskuna sína í sætið hliðiná sér til þess eins að taka sem mest pláss í strætónum, svo að aðrir þurfi að standa.
  2. Fólk sem að ýtir oftar en einu sinni á STOP takkann því það heldur að það hafi ekki borist nógu greinilega til bílstjórans í fyrra skiptið.
  3. Sætin sem snúa á móti hvor öðru því það er enginn tilgangur með þeim, annar en að gera fólki lífið erfitt. Það er of stutt á milli þeirra til þess að það sé þægilegt að sitja á móti einhverjum þarna, og ef þú ert svo óheppinn að setjast á móti einhverjum, þá siturðu mjög líklega með bakið þar sem framhlutinn þinn ætti að vera. Semsagt, strætóinn fer áfram, þér líður eins og þú farið afturábak. Ef þú ert eins og ég, þá verður þér óglatt. Væri miklu betra að hafa bara meira bil á milli sæta, almennt. Drasl.
  4. Þegar strætóbílstjórar sjá mig hlaupa, en keyra samt framhjá mér og burt úr lífi mínu. Síðan fer ég og hengi mig. Vandamál leyst.
  5. Þegar gamalt fólk sest hliðiná mér og byrjar að tala við mig. Ég hef ekkert á móti gömlu fólki, ósköp vingjarnlegt fólk, en þegar það pikkar í mig til að ná sambandi við mig, á meðan ég er að hlusta á tónlist, til þess eins að segja: "Ég settist einu sinni hliðiná ungling sem var mjög slæmur, en það ert þú nú ekki?" þá finnst mér það ekkert móðgandi að segja ekkert og setja heyrnatólin aftur upp.
  6. Þegar ég er svo óheppinn að setjast þar sem enginn STOP takki er nálægt. Hvaða snillingur hannar strætóa með STOP takka hliðiná öllum sætunum, nema einu?
  7. Þessi bitför á sumum sætunum. Ætli það sé einhver maður svo sólginn í mat, að á leiðinni heim finnur hann löngun til að éta þetta harða plast sem finnst á sætum strætóanna. Og allir hinir í strætóinum bara svona reyna að hunsa hann, svo hann byrji ekki að snæða sér á mannafleski.
  8. Þegar ég hitti fólk sem ég vill ekkert tala við í strætó, því þá neyðist ég til að tala við þau og oft út alla strætóferðina.
  9. Fólk sem talar geðveikt hátt í símann þegar það er í strætó. Það þurfa ekkert allir í strætónum að vita af einhverjum karli í blokkinni þinni sem hefur verið fullur að reyna við allar konurnar í blokkinni, þar á meðal þig.
  10. Þegar strætóbílstjórinn opnar ekki hurðina til að hleypa manni út, og maður neyðist til að öskra yfir allan vagninn og biðja hann um að opna hurðina. Svo þegar það gengur ekki, þarf maður að troða sér í gegnum aragrúann af flissandi táningum, til þess eins að komast loks að því að strætóinn er farinn af stað. Frábært.
En þrátt fyrir allt þetta, fíla ég strætóa í tætlur. Enda gefa þeir mér oft tækifæri til að slappa af eftir erfiðan dag, og hlusta á góða tónlist. Og hey, ef það væri ekki fyrir strætóa hefði ég kannski aldrei kynnst Sif.

3 ummæli:

Katrin sagði...

Já gífurlega sammála þessum lista. Annað sem fer í taugarnar á mér er þegar fólk stendur upp löngu áður en það er að fara út og stendur bara eins og fávitar. Mér finnst líka óþolandi þegar fólk hringir bjöllunni á undan skiptistöð. Eins og strætó myndi bara "hmm í dag ætla ég ekki að stoppa hér."

fávitar!

en já rómó.

ps. fáðu þér annað kommentakerfi

Stefanía sagði...

já einmitt okey.
ég ætla semsagt að kommenta á þessa færslu líka.
KA. ný samtök. já. kommentsjúkir anonymous.

en ég vildi bara segja að ég skil hvað þú meinar með þessu. hahaha.

enokeyjbæjeðakegs.

Stefanía sagði...

já einmitt okey.
ég ætla semsagt að kommenta á þessa færslu líka.
KA. ný samtök. já. kommentsjúkir anonymous.

en ég vildi bara segja að ég skil hvað þú meinar með þessu. hahaha.

enokeyjbæjeðakegs.

péess tek undir með katrínu. nýtt kommentakerfi.
ekkert rugl.
og þú kemur ekki með neinar olgu afsakanir.
vefráð takk fyrir.