laugardagur, 21. mars 2009

Jóna

Núna er ég loksins búinn að eignast litla frænku. Ég er því kominn með hinn mjög vinsæla titil móðurbróðir. Eða einfaldlega onkel, á dönsku. Þegar ég fékk fréttirnar, 17. mars, að litla stelpan væri komin í heiminn, 17 merkur, varð ég afskaplega glaður. Hljóp um leið út í búð og keypti vindil og deildi honum með Olgu, Danna og Elíasi í Kongens Have.

Ég er ekkert smá spenntur fyrir því að heimsækja fjölskylduna á Íslandi. Þannig að Íslendingar geta farið að undirbúa sig fyrir komur mínar, sem verða væntanlega margar á þessu ári. Ég ætla mér nefnilega ekki að vera "Jón frændi, sem býr í Danmörku og þú hefur aldrei séð.." Skilst mér að hún eigi víst þrjá onkel-a, mig og bræður hans Ásbergs. Samkeppnin verður því hörð, sérstaklega þar sem þeir búa á Íslandi, en ég er staðfastur á að verða uppáhalds onkel-inn hennar.

Hún er víst ekki komin með nafn ennþá, en ég er að sjálfsögðu búinn að segja öllum hér að hún muni heita Jóna, í höfuðið á uppáhaldsfrændanum sínum, ef ég fæ einhverju að ráða. En ég efast samt um að ég fái að ráða einhverju í því..

4 ummæli:

OlgaMC sagði...

jibbý

Nafnlaus sagði...

Jóna Kristín, er nafnid!

Unknown sagði...

fallegt og gott barn sem mér mun alltaf þykja vænt um sem ástæðuna fyrir því að ég hitti jón kristján oftar.

jóna er gott nafn.

Stefanía sagði...

Hahahaha. En frábært. Allt saman bara.
Jón er uppáhaldsnafnið mitt (ásamt tveimur öðrum reyndar). Var ég búin að segja þér það?