föstudagur, 25. maí 2007

Hérna er svo nýjasta verkefnið sem ég hef nýverið lagt lokahönd á. Auglýsingamynd um gamla lýðháskólann minn, Borups. Kemur til með að keyra á forsíðu nýrrar heimasíðu skólans.



Kannski skemmtilegt að sjá fyrir þá sem fengu aldrei að kíkja inn í blessaðan skólann minn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ! Fín mynd, líka áhugaverð fyrir þá sem hafa komið í skólann. Nýtt fólk, en eitthvað fannst mér hrakfallabálkurinn, sem snöggvast brá fyrir, koma mér kunnuglega fyrir sjónir!
Mamma

Nafnlaus sagði...

Það fékk ég;-) Til hamingju með þetta, sem og verðlaunin og allt sem þú hefur verið að afreka upp á síðkastið! Sigfríður var fermd um helgina og var með pompi og pragt tekin í kristinna manna tölu og fékk fullt af gjöfum og marga góða gesti í veisluna til sín,- verst að þú varst ekki þar:-( Njóttu samt góða veðursins í Köben og vertu góður við elskuna þína...knús úr norðrinu

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér eins og alltaf. Er það ekki rétt hjá mér að það sé þú sem kemur þarna hoppandi yfir borðið og stólana.

Er svo gaman að þekkja einhvern svona kláran.

Anna Magga sagði...

Þetta er alveg rosalega flott myndband, þú ert snillingur.
Kveðja úr sveitinni
Anna Magga

Freyja sagði...

Flott myndband... hey fyrst þú ert svona klár að klippa... geturðu þá ekki klippt S-Ameríku vídeóið mitt... og interrailið... og og og....
Hvað tekurðu annars á tímann??