þriðjudagur, 27. febrúar 2007

Stille og roligt

Hey, vó! Hvað kom fyrir jonkk.dk? Ég skal segja þér það!

Eiginlega ekkert mikið, en ég setti skemmtilegan fítus á síðuna þannig að núna geta litlu "málverkin" mín verið á forsíðunni (sem meikar miklu meiri sens þar sem að þau eru ekkert sérstaklega mörg.

Og fyrst ég var að breyta því gat ég alveg eins breytt útlitinu örlítið.

En í fréttum er að ég er búinn að hringja í fólkið sem ræður því hver verður danskur ríkisborgari. Og ég lærði hvað orðið sølle þýðir. En já, svo lengi sem íslenska ríkisstjórnin getur lifað af án mín er ég á leiðinni að verða Dani.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ríkisstjórnin fellur örugglega í vor þegar hún fréttir þetta!

Jón Kristján sagði...

Um að gera að vera viðbúin því, að minnsta kosti.