fimmtudagur, 14. desember 2006

Svona leit ég út eftir prófin



Já, kæru vinir. Ég er búinn í prófum. Eða, þ.e.a.s. ef ég fell ekki. Ef ég fell ekki er ég búinn með MH.

Og já, getið séð alla myndina af mér eftir stærðfræðilestur hér. Skemmtilegt þegar hægt er að nýta próflesturinn í eitthvað skapandi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju ljúfurinn með þennan stóra áfanga! Ef þú ferð út fyrir jól segi ég góða ferð og gleðileg jól og meði nýja árið færa þér gleði og gaman, hamingju og farsæld á alla kanta! Knús Halla og co

Freyja sagði...

Mér finnst að þú eigir að ná stærðfræðinni bara út á þessa mynd. Hún er frábær!!!

Atli sagði...

Þetta er náttúrulega með feitari myndum.

Dóra Björt sagði...

Vá! Ýktað flott mynd maður.

Til hamingju :) Með myndina.. og bara lífið.

Jón Kristján sagði...

Þakka ykkur öllum fyrir.

Dálítið ruglingslegt þegar þrír Atlar lesa bloggið mitt og enginn þeirra stendur undir eftirnafni sínu.