Var að enda við að horfa á annað þátt í fimmtu seríu 24. Ég er svolítið eftir á í áhorfi þessarrar þáttaraðar, hef einungis séð einn og einn þátt og fannst þetta afar spennandi. En sökum þess að vera ekki með Stöð 2 lenti ég aldrei í þessu upprunalega 24 fílíng. En út í Danmörku fékk ég smjörþefinn af einmitt fimmtu seríu og ákvað því að skella mér í seríuna í heild sinni. Hingað til, mjög spennandi.
En það væri ekki frásögu færandi nema hvað að mér finnst Jack Bauer vera ein besta hasarhetja nútíma sjónvarpsþáttaraða nútímans. Hann er ofboðslega harður. Hann er svalur. Hann er góður. Hann er áhættufíkill. Bara í þessum þætti segir Chloe við hann að hann geti tæpast smyglað sér inn í byggingu fulla af Alríkislögreglumönnum eftir nýlegt morð á fyrrverandi forseta sem hann er sjálfur grunaður um að hafa staðið fyrir. Jack segir bara "I'll just have to!" Um leið og hann er harður er hann líka umhyggjusamur. En ólíkt öðrum hetjum er umhyggjusemi Jack Bauer ekki Akkílesarhæll hans.
Hann er maðurinn sem James Bond vildi að hann væri. Hann er gaurinn sem Tom Clancy langar til að skrifa um. Hann ætti að kenna Ethan Hunt að læðast inn í byggingar (Halló?! Það þýðir ekkert að vera eitthvað að sveifla sér á reipi milli bygginga eins og einhver 1. bekkjar leikfimisfáviti.)
Allir vilja vera Jack Bauer.
föstudagur, 1. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
athyglisvert
Jack Bauer er aumingi. Jack Burton er maðurinn!
Jack Burton er einhver kjánalegur fáviti, sem er að sjálfsögðu leikinn af álíka kjánalegum vitleysingi, úr mynd sem ég á aldrei eftir að skilja afhverju fólk fílar svona óendanlega mikið.
Hvaða mynd er það? (sagði bíó nördinn)
En annars er ég að fíla þessar pælingar og Jack!... og ... þig! Tíhí!
Big Trouble In Little China, gaurinn leikinn af Kurt Russel.
Skrifa ummæli