Cirka 40% af skoðendum jonkk.dk eru Bandaríkjamenn.
1. júlí sendi einhver Eggjafjölskyldu myndasöguna inn á B2.is, sem sjá má í fjórföldun á fjölda heimsókna heimasíðunnar akkúrat þann dag.
Þann sama dag hefur þessi ungi maður, sem ég þekki ekkert til, bloggað um blindfyllerí, bloggleysi og hvað annað en sömu myndasögu.
Ungi maðurinn er ekki Bandaríkjamaður. En hann á náttúrulega skilið heimsóknir frá ykkur, kæru lesendur, fyrir að vera svona ótrúlega kúl að setja myndasöguna mína á bloggið sitt.
Ég veit ekki með ykkur, en eitthvað er að krauma í internetinu. Það lítur allt út fyrir að allir verði að drífa sig inn á jonkk.dk (sem er ekki einu sinni alveg.. tilbúin) núna áður en jonkk.dk verður ein af vinsælustu og heitustu heimasíðum internetsins.
Undarlegt!
Danaveldið hefur farið mjög vel með mig síðustu mánuði. Ég og Luis erum loksins alveg að nálgast endann á klippiferlinu í auglýsingamyndinni hrikalegu, en um leið geðveiku (í góðri merkingu orðsins, ef það var ekki augljóst.)
Í öðrum fréttum þá kem ég heim. En ég segi ekki hvenær! Haha!
(Þeir sem vita það nú þegar, ekki segja frá! Það er, þúst.. leyndó!)
fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ohh... ég hata leyndó ef ég má ekki vita leyndó-ið! :(
Ef thig langar gedveikt ad vita, sem er audvitad sjalfsagt, tha er dagurinn falinn i thessari faerslu.
Feitletur rokkar!
vá, ég er ekki að sjá það :) en það verður gaman að fá þig heim samt ;)
Mátt alveg gefa mér hint (a)
hlakka til að sjá þig ...
Skrifa ummæli