laugardagur, 15. júlí 2006

Amazing Screw-On Head

Núna hefur verið gerður pilot-þáttur byggður á teiknimyndasögunum Amazing Screw-On Head, sem fjallar um Screw-On Head, lítill talandi málmhaus, sem er sendur út með þjóninum sínum Mr. Groin og uppstoppaða hundinum sínum.. Mr. Dog, af Abraham Lincoln til að stöðva Emperor Zombie og hans litla her af gömlum konum, öpum og gömlu kærustu Screw-On. Drepfyndinn þáttur, að mínu mati og hægt er að sjá allan þáttinn, og gefa feedback, hér.

Það besta við þáttinn er samt eiginlega leikararnir sem ljá raddirnar fyrir Screw-On og Emperor Zombie en það eru nefninlega Paul Giamatti (American Splendor) og David Hyde Pierce (Niles úr Frasier).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér þótti þetta askoti sniðugt!

Jón Kristján sagði...

Við erum greinilega einir um það, Helgi minn. Enda góðir á því þarna milli eyrnanna.

Nafnlaus sagði...

hehe, vel mælt!

Hafrún Ásta sagði...

hehe þetta er nú bara fyndið. Skemmtileg hugmynd.