Þið afsakið vonandi færslu gærdagsins. Var ekki alveg með fullu viti.
En það eru kannski gleðilegar fréttir fyrir suma að vita að ég er hér með algjörlega búinn með stuttmyndina margrómuðu, og á núna ekkert annnað eftir en að sýna hana fyrir almenningi. Ég er ánægður með útkomuna, sem er það mikilvægasta, og vona að aðrir njóti myndarinnar líka.
Í öðrum fréttum er það helst að ég hef ákveðið að ég mun fagna jólum hér í Danmörku. Sem þýðir að þið sem búið ennþá á klakanum fáið einungis að njóta mín í þrjá mánuði, á meðan ég klára menntaskóla á Íslandi. Svo er ég farinn aftur til danaveldis. Húrra!
fimmtudagur, 16. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli