fimmtudagur, 19. janúar 2006

Með áhugaverðari dögum skólans

Vorum allan daginn í dag að vinna með ljósmyndun, þar sem við fórum í ferð upp í auglýsingaljósmynda stúdíó. Þar var okkur kennt nánast allt varðandi ljós í ljósmyndun. Mjög hresst, og gaf mér fullt af hugmyndum fyrir kvikmyndina sem ég ætla að framkvæma sem fyrsta verkefnið mitt. Á morgun fáum við svo annan mann til að kenna okkur margt eðlisfræðilegt við ljós -vonandi á skemmtilegan hátt.. - og svo á mánudaginn heimsækir okkur myndatökumaðurinn bakvið myndir á borð við Allegro og Reconstruction. Og kennir okkur væntanlega margt um ljós í kvikmyndum.

Eins og þið eruð væntanlega búin að geta ykkur til þá er þema fyrsta verkefnis okkar ljós.

Engin ummæli: