Ég fór að pæla í viðbrögðum vina minna á Batman Begins, og það sem flestir sögðu fyrst var: "Oh! En asnó að hún fattar ekki að þetta er smámælti vinur hennar Bruce Wayne!" Það sem ég hef að segja ykkur er þetta. Halló! Batman er ofurhetja. Ofurhetjur, sem fyrirbæri, myndi ekki fúnkera ef allir væru bara eitthvað: "Hey, Pétur. Ég heyri mætavel á röddinni þinni að þetta ert þú. Komdu þér úr þessum kjánalega, græna búning." Það yrði bara vandræðalegt, og leiðinlegt. Kapteinn Undirbrók í miðjum klíðum við að bjarga lest, þegar einn vinur hans á lestinni segir "Bíddu. Ert þetta þú, Árni?"
"Ehh, nei. Þú.. öhh.. hefur ruglast eitthvað, væni minn."
"Nei, ég er alveg handviss um að þetta ert þú, kallinn. Komdu nú og sötraðu smá öl með okkur þegar þú ert búinn að stoppa þessa lest, hvernig sem þú nú ferð að því." Ef þetta er það sem þið vilduð sjá í Batman Begins, þá segi ég ekki meira.
Og vel á minnst, þá segir aldrei neinn "Öhh! Búhú! Enginn þekkir Bob í The Incredibles þegar hann setur á sig þessa pínkulitlu grímu!" Ah, já. Auðvitað. Það er af því að það var teiknimynd. Þú veist, svona ekki alvöru. Ekki ekta. Og auðvitað vita allir að Gotham borg liggur norðarlega í Bandaríkjunum.
þriðjudagur, 15. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli