sunnudagur, 20. nóvember 2005

Vefráð MH gerir slaka hluti

Ég vil ekki að þetta hljómi eins og ég sé að lofsyngja fyrra vefráð, sem ég var meðlimur í. Við, og þegar ég segi við meina ég að mestu Kári og Jökull, gerðum okkar besta til að halda síðunni læsilegri, notendavænni og þannig að hún skemmileggir ekki sýn þeirra sem hana skoða.

Nýja vefráð gerir ekkert slíkt. Vefsíðan er í viðbjóðslit. Litlu gluggarnir líta út eins og eitthvað sem Microsoft hafnaði fyrir Windows XP útlitið. Reyndar er textinn læsilegur. En restin af þessu er hörmung. Áður en nokkur fer að gefa skít í fyrra útlit mitt, þá er þetta mín eigin persónuvefsíða, ekki miðpunktur allra upplýsinga nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Mér ber engin skylda að halda minni síðu í neinu öðru formi en ég kýs sjálfur. Það gildir hinsvegar allt annað fyrir núverandi vefráð. Og þetta vefráð er mannað af ekki meira né minna en sjö manneskjum. Þar á meðal einum sem ég veit vel að kann sitt.

Þannig að ég spyr bara. Vefráð, hvað er í gangi?

Einnig vil ég minna á að í gagnið er komið nýtt myndasafn Stóra Jóns, sem inniheldur núna aðeins eitt sett mynda. En endilega kíkið þangað. Hlekkurinn er þarna fyrir ofan.

Engin ummæli: