mánudagur, 24. október 2005

Árni

Árna hef ég ekki þekkt lengi, en ég tel mig þekkja hann vel. Eða, í það minnsta myndi ég kalla hann góðan vin. Hann hefur merkilegan húmor, sem flestir virðast annaðhvort ekki fatta eða ekki vilja fatta, en ég hef alltaf gaman af honum.

Árni er rithöfundur, og hefur mér hlotist sá heiður að leiklesa hlutverk úr leikriti eftir hann.

Og það merkilegasta af öllu er að um daginn fann ég alltíeinu bloggið hans Árna og ég hugsaði: "Hvaðan kom þetta?!"

Og núna er hans þrususkemmtilega blogg komið á bloggaralistann kúnstuga.

Engin ummæli: