fimmtudagur, 20. október 2005

Jesús Almáttugur (Tækninni fer fram, enn og aftur)

Apple hafa gert það enn og aftur. Eins og það var ekki nóg að þeir komu með iPod nano, sjúklega lítinn iPod með pláss fyrir þúsund lög, þá er líka komin ný útgáfa af stóra iPodinum. En nei, nei. Hún er ekki bara með meira pláss, og ekki bara minni í stærð en sú síðasta. Hún er með stærri skjá, rafhlöður sem endast lengur og hún spilar myndbönd. Já, það er rétt. Tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþættir. Nú geturðu setið með það allt í vasanum.

Og með þessu er netbúð Apple komin með allskonar mismunandi þætti og tónlistarmyndbönd. Þ.á.m. er þar að finna fjóra nýjustu þætti af Lost. Getur sumsé fengið það heitasta fyrir lítinn pening, og horft á það á leiðinni í skólann. Á listanum voru líka alveg heill hellingur af sneddí tónlistarmyndböndum. Veit um einn lítinn dreng á Íslandi sem hefði ekkert á móti því að hafa myndbandið við Rockin' the Suburbs í vasanum.

En svo hugsar maður að sjálfsögðu: "Hey, bíddu nú við. Þetta hefur lengi verið hægt. Ferðavídjóspilarar, o.s.fr. Afhverju er þetta svona spennandi?!" Ég veit það ekki. Þetta er bara eitthvað svo fáranlega töff þegar Apple gerir þetta.

Fjandinn, ég vildi að ég ætti meiri pening.

Engin ummæli: