mánudagur, 29. ágúst 2005

Skidegodt

Til að hafa það á hreinu, þá gengur ennþá allt mjög vel í skólanum. Föstudagsgleðin var mjög fín. Borðuðum grillmat og drukkum okkur vel full. Ljósmyndafagið verður stöðugt skemmtilegra, en í dag framkölluðum við filmuna okkar yfir á pappír. Afurð dagsins hjá Gökhan, eftir miklar prufur, var mynd af mér (smellið á augað hér til vinstri). Og nokkuð góð mynd, ef ég segi sjálfur frá. Rosalega eðlilegur eitthvað, og glaður, eitthvað sem ég á venjulega mjög erfitt með að vera þegar tekin er mynd af mér.

Ég velti því stöðugt fyrir mér hvernig það verður að koma heim til Íslands eftir heilt ár. Það verður virkilega erfitt. Það er svo margt sem vantar þar. En um leið er eitt sem sárvantar í Danmörku og það eru allir góðu vinirnir mínir.

Svo vildi ég bara enda á því að segja hversu mikils ég met hvað þið eruð öll dugleg að kommenta, sérstaklega þar sem ég er svo ömurlegur í að kommenta hjá ykkur öllum (leti, tímaleysi? Hver veit?) En ég reyni, ég reyni.

Skemmtilegasta afþreyingin í dag: Að gera lítið atriði með Luis sem bar nafnið 'Kínverskir Jugglarar'

Engin ummæli: