mánudagur, 1. ágúst 2005

Götuleikhúsið

Þetta er búið að vera heljarinnar sumar. Og það á ég að mestu að þakka Götuleikhúsinu kæra. Allt þetta fólk, sem ég hafði kynnst svo vel í lokin. Öll þessi gríðarlega reynsla sem ég hef öðlast. Allar þessar góðu minningar. Þetta er búið að vera meira en magnað, og var mjög sárt að enda þetta. Ferðin til London var yndisleg. Kynntist fólki sem ég á vonandi eftir að hitta oft aftur.

Og Ásgeir, ef þú lest þetta einhverntímann, þá er ekkert af okkur fúl út í þig. Þú gerðir það sem þú þurftir að gera. Hefðir mátt segja okkur frá því fyrr, en burtséð frá því held ég að enginn sé í neinni fýlu út í þig.

En sénsinn á að þú munir nokkurntímann lesa þetta eru kannski frekar litlar..

Til að sjá aðeins brot af því sem við gerðum í götuleikhúsinu, smellið þá á myndina.

Engin ummæli: