laugardagur, 7. maí 2005

Post-Afmælisdagur

Gærkvöldið var bara enn betur heppnað en ég hafði vonað, og má ég því þakka kæru vinum mínum sem gerðu kvöldið alveg hreint æðislegt. Þið öll saman.

Ég ætla ekki að fara að telja upp hvað ég fékk í afmælisgjöf, en til að mynda mun skissan gefa til kynna einn hlutanna.

Við kíktum einnig í bíó á hina stórglæsilegu Hitchhiker's Guide To The Galaxy. Mér fannst hún æðisleg. Húmorinn virkaði betur og betur þegar leið á myndina, og eitt af uppáhaldsbröndurum mínum úr bókinni kom, algjörlega óbreyttur, inn í myndina og virkaði alveg fáranlega vel. Þeir úr hópnum sem höfðu aldrei lesið bókina skemmtu sér líka ótrúlega vel, þannig að þeir brjálæðingar sem hafa aldrei snert þessa klassabók þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.

Svo fóru um leið foreldrar mínir á Napoleon Dynamite og þau dýrkuðu hana. Ég hafði vonast til þess að pabbi myndi fíla húmorinn, en þau voru bæði mjög hrifin af þessari mynd. Ég er ánægður með að hafa mælt með myndinni fyrir þau, og enn ánægðari með að finna mynd sem hefur húmor fyrir okkur öll. Tvímælalaust mynd til að kaupa seinna, og horfa á aftur og aftur með fjölskyldunni.

Að auki vil ég minna á að í dag er Free Comic Book Day sem þýðir mjög líklega að það er verið að gefa ókeypis myndasögur niðrí Nexus.

Engin ummæli: