Sælla er að gefa en að þiggja, sagði einhver snillingur, ef ég man rétt. Þess vegna ætla ég, í allan dag, þegar ég hef tíma, að gefa allskonar hluti sem ég finn í herberginu mínu, en hef ósköp lítinn áhuga á að eiga áfram. Hvort sem þetta eru eldgamlir antíkmunir, eða splunkunýjir dýrgripir (ekki stóla á'ða) þá mun ég gefa það þeim sem svarar laufléttum spurningum.
En hafið þó í huga að þið getið bara fengið einn hlut hver, svona til að hafa þetta sem sanngjarnast, þannig að veljið vel hvað ykkur langar virkilega í. En takið ekki of langan tíma í að ákveða, því þá svarar bara einhver á undan ykkur. Tja, það er að segja, ef einhverjum langar í annað borð í þessa hluti.
En vindum okkur í þenna lið, sem ég kýs að kalla Madness Give-Away Day með fyrsta hlutinum.
"The girl just wants to bed you; she don't wanna wed you. You don't even blink? She wants to worship at the temple of Sean Devine."
Hvaða leikari sagði þetta, í hvaða mynd og hvað hét persónan hans í sömu mynd?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli