föstudagur, 6. maí 2005

Leynihlutur

Jæja, nú er komið að hinum alræmda leynihlut. Nú er að duga eða drepast. Ætli þetta sé allra besti hluturinn, eða bara einhver tæpur skítur líkt og Matrix Reloaded? Ég vil minna ykkur enn og aftur á að þið getið bara unnið einn hlut.

Spurningin er svona: Hver er meðallengdin frá jörðinni til tunglsins, í kílómetrum?

Ætli þetta sé það besta sem Jón er að fara að gefa frá sér? Er þetta síðasti sénsinn þinn á að eignast eitthvað geðsjúkt frá Jóni?

Breyting: Lilja svaraði og vinningurinn hefur verið afhjúpaður sem eitt stykki aumur bolli með mynd af beinagrind með standpínu.

Engin ummæli: