laugardagur, 30. apríl 2005

Sundlaugar

Eftir frekar gott gærkvöld, sem skyldi eftir sig mikla þynnku, skellti ég mér í sundlaug með Helga. Fórum í nýju Salalaugina, í Salahverfinu. Fínasta laug, mjög kammó. Svolítið eins og Vesturbæjarlaugin, nema með betri hönnun. Ásamt betri rennubraut. Mun minni en Kópavogslaugin og með alversta gufubað sem ég hef nokkurntímann farið í. Hurðin lokaðist ekki almennilega, svo að sá litli hiti sem fyrir var þaut jafnóðum út. Nuddfossinn í pottinum bjargaði lauginni samt alveg, og endaði ég með talsvert minni þynnku en ég byrjaði með.

Gef því þessari laug þrjár stjörnur af fimm.

Trailerinn fyrir Batman Begins hefur vakið í mér spenning fyrir því stykki. Úrvalslið leikara, Christian Bale, Michael Caine, Morgan Freeman og Gary Oldman, undir leikstjórn Christopher Nolan (Memento, Insomnia) og útkoman er mynd sem mun að öllum líkindum ekki klikka. Ein af fáum ofurhetjumyndum sem vekja vott af áhuga hér á bæ. Eftir úrkynjaðar myndir á borð við Batman Forever og Batman & Robin, er svo sannarlega kominn tími á eitt stykki almennilega Batman mynd.

Engin ummæli: