laugardagur, 23. apríl 2005

Geðsýki

Herbergið mitt var heldur betur tekið í gegn fyrr í dag, en út fóru sófinn og borðið, sem skapaði allverulega mikið pláss í miðju gólfinu (sem lítur bara talsvert betur út) og í staðinn skellti ég hljómborðinu hennar Sólveigar upp á stand, þar sem sófinn var. Um leið og þetta gerði herbergið mitt talsvert þægilegra áhorfs frelsar þetta skrifborðið mitt undan öllu drasli og get ég því notfært mér það ítrekað til teikningar eða lærdóms.

Mér líður svolítið eins og lífið mitt hafi breyst frekar mikið, bara við þessa einföldu athöfn að breyta til í herberginu mínu. Ætli þetta þýði eitthvað rosalega spekingslegt?

Engin ummæli: