sunnudagur, 6. mars 2005

Vá, þessi mynd..

Megiddo: The Omega Code 2 coverÞað hefur svo sannarlega ræst úr þessari mynd. Ekki nóg með það að hún er hrikalega illa leikin á köflum, þá hefur söguþráðurinn alltíeinu spunnist út í einhvern mann með djöfullegan sálarkraft, sem lætur helvíti rigna yfir jörðu, eftir að hafa útrýmt forsetum sem eru andsnúnir hans stefnu. Þar á meðal var forseti Bandaríkjanna, sem leikinn var af hershöfðingjanum í Full Metal Jacket. Maðurinn grípur í höndina á honum, eftir að forsetinn neitar að lúta undir hans stjórn, og maðurinn fær krabbamein beint í æð. Já, og djöflamaðurinn er leikinn af yfirmanninum úr Austin Powers. Fínn gaur.
Ég meika ekki meira af þessu rugli. Beint úr Megiddo: The Omega Code 2 yfir í The Specialist núna, áður en Formúlan byrjar.

Engin ummæli: