Þið þurftuð þá ekkert að bíða lengi. Stuttmyndin er lent. Hún er heil 19 MB, svona til að vara ykkur við en það ætti nú ekki að aftra ykkur, með þessa fínu ADSL tengingu. Til að geta notið þessarar myndar þurfið þið hinsvegar að hafa ákveðið skrípatól er kallast DivX, og þá vil ég að allir noti nýjustu útgáfuna, svo að myndin fari ekki í ruglið. Dóp.
Ég veit að hún er kannski dáldið ruglingsleg, þar sem þetta er mjög hröð framvinda og þar að auki er slétt engin myndataka út alla myndina, en ég held að þetta hafi bara komið ágætlega út miðað við að þetta var klukkutíma-dund, eins og ég kýs að kalla það.
Og já, þetta er stafsetningarvilla þarna í fyrsta textanum. Ég kann ekki að skrifa mitt eigið nafn, hlægið að því núna. Mjög fyndið. Eitthvað til að segja krökkunum.
Flott.
þriðjudagur, 1. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli