Alveg hreint stórkostlegur leikari þó ég hafi nú sjálfur bara séð hann í Bleika Pardusar-myndunum og Dr. Strangelove, þar sem hann fer með hlutverk þriggja persóna.
Ég er alveg rosalega spenntur fyrir því að kíkja á The Life and Death of Peter Sellers, þar sem Geoffrey Rush, undir u.þ.b. tonni af andlitsmálningu og gervihúð, geri ég ráð fyrir, fer á kostum sem Sellers sjálfur.
Svo vona ég nú bara að Steve Martin fari ekki að saurga þessa dýrmætu Pardusarseríu með nýju endurgerðinni af Bleika Pardusnum, sem er væntanleg í bíóhús innan skamms, skilst mér.
Annars mæli ég eindregið með því að allir kíkji á nýjust mynd Wes Anderson, The Life Aquatic with Steve Zissou. Kom mér ótrúlega hressilega á óvart.
Myndirnar:
- Life Aquatic with Steve Zissou
- The Pink Panther
Engin ummæli:
Skrifa ummæli