mánudagur, 14. mars 2005

Peter Sellers

Þessi maður er algjör snillingur. Þvílíkur leikari. Atriði, sem undir venjulegum kringumstæðum væru ótrúlega tilgerðarleg og, hreint út sagt, léleg, virðast svo eðlileg þegar hann framkvæmir þau. Eins og þetta hafi verið geðveikt spontant hjá honum.
Alveg hreint stórkostlegur leikari þó ég hafi nú sjálfur bara séð hann í Bleika Pardusar-myndunum og Dr. Strangelove, þar sem hann fer með hlutverk þriggja persóna.
Ég er alveg rosalega spenntur fyrir því að kíkja á The Life and Death of Peter Sellers, þar sem Geoffrey Rush, undir u.þ.b. tonni af andlitsmálningu og gervihúð, geri ég ráð fyrir, fer á kostum sem Sellers sjálfur.
Svo vona ég nú bara að Steve Martin fari ekki að saurga þessa dýrmætu Pardusarseríu með nýju endurgerðinni af Bleika Pardusnum, sem er væntanleg í bíóhús innan skamms, skilst mér.

Annars mæli ég eindregið með því að allir kíkji á nýjust mynd Wes Anderson, The Life Aquatic with Steve Zissou. Kom mér ótrúlega hressilega á óvart.

Myndirnar:
  • Life Aquatic with Steve Zissou
  • The Pink Panther

Engin ummæli: