En þessi þáttur. Þetta var, án efa, það fáranlegasta sem ég hef séð. Hann samanstóð eingöngu af stelpum, sem eru yfirhlaðnar af stressi, eða svo virðist, og byrja þessvegna að rífast við hvert tækifæri. Ein rekst óvart utan í aðra, og allt fer til fjandans. Þetta var spennandi upp að vissu marki. Um leið og maður áttar sig á því að þetta fólk myndi aldrei detta í hug að láta svona ef það væri ekki fyrir framan myndavél, þá missir maður þennan örlitla áhuga sem maður hafði á þessu.
Og þetta á við alla raunveruleikaþætti. Metast allir um hver getur komið upp sem mestum rifrildum milli keppenda, þangað til að þetta er orðið sem óraunverulegast. Til fjandans með þetta raunveruleikadrasl. Sveiattann, segji ég. Snáfaðu burt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli