Listinn hefur tekið stakkaskiptum, en Haraldur, þú er fínn gaur, þú bara bloggar ekkert lengur. Radicalmenn hafa misst það algjörlega með seinustu færslum, sérstaklega þeirri sem gjöreyðilagði útlitið hjá þeim, með óþarflega löngu flippi. Nú vona ég að þeir fari brátt að skipta algjörlega um heimili.
En svo bætti ég við manni, sem ég vill kalla Forsetann, inn á Kaósið, en sá maður heitir fullu nafni Jakob Tómas Bullerjahn. Þessi maður er hættur að blogga, en bloggið hans væri að tröllríða Listanum ef hann væri enn að. Jakob er hress gaur, sem ég hef þekkt alveg frá busaárum mínum í MH, og ég kann að meta það hversu stöðugur hann er í náminu. Kobbi, ef þú ert að hlusta, byrjaðu aftur. Fyrir okkur. Frábær fýr.
Flipp dagsins: Strætóbílstjórinn á leiðinni í skólann var nákvæmlega eins og Boris the Blade úr Snatch.
Plata dagsins: Pulp - We Love Life
Til íhugunar: Umsagnir mínar um kennarana hér í bloggfærslunni á undan voru algjörlega sannar, og ekki ætlaðar sem kaldhæðni ef einhver hélt það. Agnethe er örugglega einn besti stærðfræðikennari sem ég hef verið hjá og Magga Rokk er aðeins hársbreidd frá því að kenna jafn vel og Einar "Joule" (sem er, svo ég bæti við, uppáhaldskennarinn minn.) Bara rétt að fyrirbyggja allan misskilning.
fimmtudagur, 10. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli