Nú kemur þessi tími aftur þar sem ég sný baki mínu í Loftkastalann og þarf að einbeita mér að alvöru lífinu mínu. Eftir ótrúleg læti, sem myndast í leikhópnum, er ótrúlega skrítið að koma heim til foreldra minna sem eru svo róleg. Ennþá skrítnara er að koma heim til foreldra minna útlítandi eins og ógeðsleg karlkynshóra, sem gerist þegar ég er nýbúinn að þrífa úr mér sminkið, eða svona næstum því.
Núna þarf ég að fara að taka til í herberginu mínu, og bíða eftir hinu venjubundna svari hjá mömmu eftir að ég tek til sem er "Ertu búin? Nei, nei það er fullt eftir þarna."
laugardagur, 8. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli