..sem fær mig til að hanga í tölvunni, í stað þess að borða?
Er það af því að ég dýrka tölvur svona mikið? Af því að ég dýrka að hreyfa höndina endalaust, tímunum saman, til þess eins að skoða tilgangslausar síður aftur og aftur, og aftur? Af því að mér finnst geðveikt gaman að vera sá eini á heimilinu sem kann eitthvað á tölvur, og er því alltaf fenginn til að aðstoða þegar upp koma tölvuvandamál?
Nei, ég held ekki.
Mér finnst einhvernveginn líklegra að ég geri þetta útaf vana. Ég er bara vanur, í hvert skipti sem ég kem heim, að setjast niður fyrir framan tölvuna, teygja mig í "power" takkann og flakka um netið. Þetta er einhver ávani sem ég vann mér inn fyrir mörgum árum, þegar ég fékk mér mína eigin tölvu. Eða réttara sagt, þegar ég fékk ADSL.
Til að gera langa sögu stutta, og þessa færslu gagnslausa þar af leiðandi, þá er ADSL djöfullinn.
þriðjudagur, 18. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli