sunnudagur, 2. janúar 2005

Hangikjöt er gott

Svartsýni er óþarfa tímaeyðsla.

En nóg um það, Tobbi og Kobbi, menn með nöfn sem ríma, eru báðir komnir á hlekk hér til hliðar í Stafrófsröðuðu Kaósi. Báðir mjög duglegir bloggarar, Tobbi þó fremri í blogginu. Báðir mjög frábærir gaurar, þó ég hafi þekkt Tobba í töluvert styttri tíma.

Finnst engum fáranlegt að í Band-Aid laginu Do They Know it's Christmas er fólkið að syngja til styrktar fátæktar í útlandinu, en syngja það með mesta hræsnistexta allra tíma. Húmor eða ekki, þá er fáranlegt að syngja um hversu ömurlegt þetta fátæka fólk er fyrir að vita ekki að jólin eru núna, og vera ekki að skemmta sér eins og við hin, sötrandi vín og borðandi kræsingar. Skrítin pæling..

Ein önnur mjög djúsí pæling. Spænsk gítartónlist er flott. Alveg súperflott, jafnvel.

Engin ummæli: