Ó, guð minn góður.
Ég er mjög óánægður með frammistöðu mína á seinustu sýningu, enda missti ég einbeitinguna algjörlega svona tíu sinnum. Þetta var hryllilegt. Missti andann í mínu eigin versi, gleymdi einni línu í laginu, datt úr karakter að minnsta kosti tvisvar og var bara almennt séð ömurlegur. Reyndar heppnaðist fyrri hlutinn mun betur, en eftir lagið settist ég niður í mikið einbeitingarleysi.
Svo ekki sé minnst á "Gerum Jólin" eftir hlé, en þá var ég sem betur fer baksviðs. Lagið átti að byrja strax eftir hlé, en af einhverjum ástæðum var píanóið úr umferð. Hljóðkerfið hafði víst dottið út og í stað þess að byrja bara lagið með færri hljóðfærum, eða slökkva ljósið og byrja aftur seinna, tók við pínlegt atriði þar sem að leikararnir reyndu að bjarga þessu með bröndurum, sögum og brúðuleikhúsi. Svona hélt þetta áfram í alveg korter, þangað til að bassaleikarinn byrjaði bara að spila. Þetta var örugglega ekki alveg eins slæmt og maður upplifði þetta baksviðs, en öllum leið hræðilega.
Það er augljóst að ég þarf að vera mun betur vakandi á næstu sýningu, og hafa einbeitinguna pottþétta. Kannski var þetta bara mjög þarft spark í rassinn. Maður var farinn að halda að þessi sýning yrði frekar pottþétt.
Það var rangt.
mánudagur, 17. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli