Mér líður alveg þúsund sinnum betur núna, eftir að hafa skellt mér í eina góða sturtu.
En nú ætla ég að segja ykkur frá vandamáli mínu. Ég er með exem. Exem sökkar, og gerir mér lífið leitt. Til að vinna bug á þessu exemi hef ég í gegnum tíðina borið allskonar smyrsl, krem og olíur á líkama minn. Exemið á það til að flippa og hverfa stundum, og er þá glatt í hjalla, en skömmu síðar kemur það aftur og ég fer í fýlu. Þetta exem virðist ekkert vera á leiðinni burt og ég skal segja ykkur afhverju. Því mig skortir metnaðinn í það. Ég væli daginn inn og daginn út um hvað þetta böggar mig mikið en mér dettur aldrei í hug að bera bara reglulega á mig þessi húðkrem. En nú er sá dagur liðinn. Dagurinn í dag markar tímamót í lífi mínu. Tímamót í baráttunni minni við exemið.
Svona hugsa ég á hverjum degi. Svona hugsaði ég þegar ég var sex ára og mér var sagt að þetta væri bara barnaexem. Held að þetta sé hætt að flokkast undir barnaexem.
En já, svo fólk deyji ekki bókstaflega úr leiðindum þá er hérna skemmilegt sjónarhorn á mínu vandamáli.
föstudagur, 3. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli