föstudagur, 10. desember 2004

Nú fer að kárna gamanið

The Hall of Fame eða bloggaralistinn margrómaði mun taka róttækum breytingum (og þá meina ég ekki að ég muni færa The Radicals til um sæti, hoh, hoh, hoh.. ) en það verða sumir að fara að hysja upp um sig brækurnar, því brátt verður þetta einungis topp tíu listinn. Restin munu detta niður í tómarúm stafrófsraðar og almennrar kaótík.

Katrín hefur söslað undir sig fyrsta sætið. Þrátt fyrir afbragðspylsu frá Olgu, og linklista, þá hefur Katrín slegið henni við með því að smella upp einni skemmtilegri fróleiksfærslu um hrossaflugur, uppáhaldsdýrið sitt.

Núna ætla ég að skella mér í miðnæturgöngutúr, með iPod í vasa og heyrnatól um eyrun. Svo þegar ég er búinn að labba lengst út í rassgat, ætla ég að slökkva á iPodinum, taka af mér heyrnatólin, og hlusta á friðsæluna í bænum.

Góða nótt.

Engin ummæli: