þriðjudagur, 14. desember 2004

Mamma kaupir föt

Ég er svo heppinn að hafa ekki haft neinn áhuga á fötum þegar ég var lítill. Alveg upp í 8. bekk gekk ég alltaf í jogging-fötum, sem mér fannst mjög þægilegt og kærði ég mig ekkert um að vera töff, eins og allir hinir sem voru í einhverjum Stussy buxum, og þvíumlíku. Ég varð líka alltaf frekar nátengdur fötunum mínum. Svo mikið að ég skipti oftast bara á milli tveggja flíka, og átti því oftast bara tvær flíkur.

Þetta trend hefur haldið áfram enn þann daginn í dag, bara ekki með jogging-föt. Og þar af leiðandi þurfti mamma alltaf að neyða mig út í búð til að kaupa föt á mig, svo ég myndi nú loksins fara að klæðast einhverju sem væri ekki slitið eða ónýtt. Núna er ég hæstaánægður að fá ókeypis föt frá foreldrum mínum og fórum við einmitt í einn slíkan leiðangur í gær.

Hún keypti líka Lucky Charms handa mér, sem er uppaháldsmorgunkornið mitt, þó ég geti nú oft á tíðum fengið mikið leið á því. Helvítis sykurdrulla.

Fróðleiksmoli #10: Olga á afmæli 28. Febrúar, en samt ekki á hlaupári.

Engin ummæli: