Hún hefur núna minnt mig á hvað ég sakna ömmu og afa mikið, og hvað ég var frekar óduglegur að heimsækja ömmu þegar hún var lifandi.
Ég man að amma var ótrúlega góð við mig, og afi var bara snillingur, enda teiknaði hann mikið og átti það til að stríða mér mjög mikið. Sem var alltaf fyndið og aldrei pirrandi.
Og þetta minnti mig líka á það þegar ég festi harðfisk í hálsinum á mér og þurfti að fara upp á slysó. Síðan, þegar læknarnir voru alveg úrræðalausir, ældi ég harðfisknum upp og málið var leyst.
Skemmtilegt...
föstudagur, 10. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli