föstudagur, 3. desember 2004

Esso

Nú spyr ég bara, eftir að ég sá þetta áðan, hver myndi nokkurntímann fara að kaupa sér DVD spilara í Esso? Og ekki nóg með það, heimabíóaðstöðu í Esso. Já, Esso stendur nefninlega fyrir svo miklum gæðavörum. Þeir eru með bensín, og eitthvað aukadrasl. Það fer enginn að kaupa DVD spilara þar.

Og afhverju getur fólk ekki bara gefið stefnuljós. Sérstaklega á hringtorgum? Er það svona erfitt að hreyfa höndina 20 sm niðurá við til að hreyfa eina stöng? Er það svona mikið mál að fólk bara getur ekki gert þetta í hvert skipti sem þau beygja, og þá sérstaklega ekki á hringtorgum? Fífl.

En hey, Súkkat eru nú konungar rokksins, samkvæmt 9.09. Staðreynd? Já það held ég.

Engin ummæli: