..þá er ég nörd.
Ég var að enda við að næla mér í eintak af leik sem talinn er vera einn besti leikur allra tíma. Þetta, börnin mín góð, er framhaldið af klassaleiknum Half-Life, og ber hið mjög frumlega nafn Half-Life 2.
Ég nenni ekki að fara út í þau atriði sem munu bylta tölvuleikjaheiminum alveg gjörsamlega um haus, því þau skipta engu máli því flest ykkar eru ekki nördar. Að minnsta kosti ekki eins og ég.
Tækifærið ætla ég hinsvegar að nýta til að segja ykkur að fara á myndina The Forgotten, mynd sem kemur skemmtilega, og frekar ruglingslega, á óvart. Varið ykkur bara á fólkinu við hliðiná ykkur, ég fékk nefninlega eitt stykki hönd af kærustunni minni í andlitið í einu atriði. Já, þetta atriði stóð útúr myndinni því þetta er eitt besta bregðu-atriði (fræðilegt heiti) allra tíma. Restin af myndinni er vel gerð, en hroðalegur söguþráður gerir þetta að einni bestu gamanmynd sem ég hef séð í langan tíma. Mæli eindregið með henni ef þið eruð í góðu skapi.
Ó, feitt. Leikurinn er ekki ennþá kominn inná tölvuna mína. Þá neyðist ég til að skrifa ennþá meira í þennan sorgardúnk, sem enginn veit af ennþá.
Eins og sumir vita hef ég nýverið hafið söfnun á tónlistardiskum. Þetta form söfnunar, sem fyrir mér var óþekkt áður sökum internetsins og auðveldleika þess að næla sér í tónlist þar, er gríðarlega viðfangsmikið og er heilabúið mitt bókstaflega að fara að springa af magni tónlistar sem mig langar í. Ég býst fastlega við að jólalistinn minn í ár verði svona fimm blaðsíður, einungis með tónlist.
Yfir í alvarlegri málefni. Fíflið sem skrifaði að kennarar væru vanþakklátir hálfvitar dó af nýrnabilun í gær. Takk.
fimmtudagur, 18. nóvember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Í sumum menningarheimum eru nördar taldir mjög kynþokkafullir...
Skrifa ummæli